Fagmennska í fyrirrúmi

Hafa Samband
  • Byggingastjóri

    Ég er með löggilt gæðakerfi og byggingastjóraréttindi frá HMS. Gæðakerfið tryggir að verk séu unnin samkvæmt reglugerðum og að farið sé eftir öllum teikningum.

  • Húsasmíðameistari

    Ég er með meistararéttindi síðan 2008. Hef unnið sem smiður í um 30 ár bæði á Íslandi og í Noregi. Hef ég því mjög mikla víðtæka þekkingu úr faginu.

    Húsasmíðameistari skrifar upp á verk og tekur með því ábyrgð á öllu er lýtur að verksviði húsasmiðs í hverju verki fyrir sig.

  • Öll almenn smíðavinna

    • Innréttingar

    • Gluggar

    • Inni- og útihurðir

    • Gólfefni

    • Sólpallasmíði

      og fleira…

30 ára reynsla í húsasmíði

Ég er með fjölbreytta menntun og reynslu í byggingariðnaðinum, sem hófst með Stúdentsprófi og Sveinsbréfi árið 1998. Árið 2008 varð ég löggiltur húsasmíðameistari eftir meistaraskólanám. Nýlega, árið 2023, bætti ég enn frekar við þekkingu mína og öðlaðist byggingastjóraréttindi.

Ég hef tekið fjölda námskeiða tengd mínu fagi.

Ég er búinn að innleiða virkt gæðakerfi, Ajour System, sem er með því besta á íslenska markaðnum. Reynsla mín í smíði spannar yfir 30 ár, og starfaði í byggingarvöruverslun á annað ár þar sem ég öðlaðist þekkingu á fjölbreyttu úrvali af byggingarefnum og vörum.

Ég hef starfað hjá traustum byggingaverktökum í Skagafirði, Reykjavík, Akureyri og Noregi. Einnig hef einnig unnið sem sjálfstæður smiður.

Verkefni sem ég hef komið að eru fjölbreytt og margþætt, þar á meðal íbúðarhúsnæði eins og blokkir, raðhús, tvíbýli, og einbýlishús. Sumarhús, bílskúrar, garðhús, reiðskemmur, fjós, íþróttahús, atvinnuhúsnæði, sólpallar, auk alls kyns endurbóta og breytinga á húsnæði, bæði að utan og innan.